Ægishjálmur er varnarstafur gegn illum vættum, óvinum og yfirgangi og reiði höfðingja. Stafurinn skal ristur í blýplötu sem síðan er þrýst á ennið á milli aegishjalmuraugnanna og þrykktur í hörundið. Galdramaðurinn skal þylja formála þann sem galdrastafnum fylgir: „Fjón þvæ ég af mér fjanda minna, rán og reiði ríkra manna“. Við það öðlast hann það hugrekki sem til þarf, að ganga gegn hverju hann óttast.